Þessi hluti inniheldur fréttir frá Íslandi af verkefninu á meðan á því stendur.  Í þessum hluta verður miðlað upplýsingum um starf í verkefninu, dreifingu upplýsinga, hagnýtingu niðurstaðna og skyldum hlutum á Íslandi.

GARDEN VERKEFNIÐ – LOKARÁÐSTEFNA

Eftir mjög spennandi og krefjandi tímabil, fyllt af tilraunum og áfangasigrum náði GARDEN verkefnið að halda lokaráðstefnu sína. Ráðstefnan var haldin í Wiesbaden í Þýskalandi þ. 8. okt. 2013 þar sem þátttakendur verkefnisins hittust ásamt alþjóðlegum gestum frá Búlgaríu, Danmörku, Grikklandi, Ítalíu, Rúmeníu, Slóvakíu og Portúgal í því skyni að bjóða og meðtaka spennandi fréttir af árangri verkefnisins. Margir þátttakendur frá þýskum stofnunum, sem vinna með og aðstoða unga og óþjálfaða einstaklinga við að komast inn á vinnumarkaðinn, tóku þátt og komu með innlegg um hvernig nýta má afurðir verkefnisins í eigin stofnunum og tengslanetum. Meðal þeirra voru hagsmunaaðilar frá Félagsmálaráðuneyti Hessen, aðilar stefnumótunar í héraðinu, verkefnahönnuðir, símenntunaraðilar, sjálfstæð samtök á sviði náms- og starfsráðgjafar sem og kennarar, þjálfarar og fræðimenn.

Miðlað var upplýsingum um þróun GARDEN verkefnisins, þ.m.t. niðurstöðum prófana og umræður um lærdóm sem draga má af verkefninu meðal þeirra 30 þjálfara og leiðbeinenda sem vinna með unga nemendur sem standa höllum fæti. Árangur verkefnisins hefur verið viðurkenndur og verið fagnað og sérstakur þungi var lagður á að ræða áherslur á sviði þjálfunar og framtíðar GARDEN verkefnisins í ræðu sem fulltrúi Félagsmálaráðuneytis Hessen hélt (sjá dagskrá og erindi sem haldin voru hér fyrir neðan).

Hér er aðeins um úrval af athugasemdum að ræða frá viðburðinum sem kristalla fjörugar og árangursríkar umræður:

Kim L.:, Danmörku: „Þetta er góð leið til að kenna ungu fólki. Þetta er nýstárlegt verkefni og góð leið til að fá ungt fólk um borð.“

Gergana R., Búlgaríu: „Við höfum reynslu af mismunandi hópum og hreyfanleiki hópanna hefur alltaf verið vandamál. Opinberar stofnanir njóta alltaf góðs af því að hafa verkefni sem þessi til að laða að ungt fólk. Jafnvel í mínu heimalandi verða opinberir skólar að laða að sér nemendur til að halda velli. Ég mun dreifa þessum upplýsingum til tengslanets okkar á sviði náms- og starfsáðgjafar og ég er sannfærð um að þau muni nýta þetta.“

Ráðstefna (Enska):

Introduction: about the project, Helmut Kronika (BEST, Projektkoordinator - Österreich)

The main project products: GARDEN Didactic Manual, Toolbox and Platform, Lukas Brunbauer (BEST, project coordinating organisation - Austria)

What have test participants said about the products – Results of the piloting phase, Vintra Puke (LSPD, Lettland)

AUGLÝSING - LOKARÁÐSTEFNA

GARDEN verkefnið hefur nú lokið við GARDEN kennsluleiðbeiningar og verkfæri (fáanleg á GARDEN bækistöðinni – sjá einnig afurðahlutann á þessari síðu) og er nú að skipuleggja lokaráðstefnu til að miðla nánari upplýsingum um þróun og niðurstöður prófana, sem og þá lærdóma sem draga má af samstarfi við áhugasama leiðbeinendur og kennara sem fengist hafa við unga nemendur sem standa höllum fæti. Ráðstefnan fer fram í Wiesbaden, Þýskalandi þ. 8. október.

DAGSKRÁ RÁÐSTEFNU (Enska)

DÆMI UM HAGNÝTINGU Í VÍN, AUSTURRÍKI

Garðar sem námsstaður fyrir ungmenni

Þjálfarar okkar og fræðimenn hafa, undir áhrifum frá GARDEN verkefninu, leitað að tækifærum til að nýta garði í námi. Garðar og útivist hafa nýlega endurvakið vinsældir sínar í Austurríki og leiðbeinendur hafa enduruppgötvað garða sem námsumhverfi fyrir börn; í görðum geta börn og ungmenni fengið útrás, verið skapandi og slappað af. Garðar með fjölbreyttu landslagi, til dæmis limgerði sem búa til skugga og felustaði fyrir dýr, geta örvað sköpunargáfuna og skapað innri ánægju. Leikur í garði getur einnig haft jákvæð áhrif á heilsu t.d. líkn við höfuðverkjum, dregið úr árásargirni og bætt athyglisgáfu.

Starfsmenn BEST GARDEN ákváðu að fylgja eftir þessum tíðaranda og reyna þetta á ungum nemendum. Þeir voru ánægðir með árangurinn; þrátt fyrir að vera ekki beinlínis að leika sér þá nutu ungmennin að framkvæma ýmis verkefni í garðinum og lærdómur þeirra var jákvæður einkum á sviði samvinnu og félagsþroska sem og samskiptaleikni. Starfsmenn BEST fundu að þessi endurvakning garðaánægju staðfesti GARDEN viðhorfið: garður er ákjósanlegt umhverfi sem býður upp á kjöraðstæður fyrir ungmennin til að læra grunnleikni. Ef þú hefur aðgang að garði skaltu nýta hann – nemendur þínir njóta góðs af því!

DÆMI UM HAGNÝTNGU Í ZUMAIA, SPÁNI

Í fræðilegri heimsókn til jarðvangs (GeoPark) í Zumaia, Costa Vasca, var GARDEN verkefnið, markmið, niðurstöður og kynningarefni, kynnt stjórnendum og alþjóðlegum gestum á sviði starfsnáms, stéttarfélaga og skyldra félaga. Á hinni fjórtán kílometra löngu strandlengju er enn hægt að sjá umhverfi risaeðla sem býður einnig upp á birtingarmyndir tungumála- og sæfarendaarfsins og er aðgengilegt almenningi í jarðvanginum. Jarðvangurinn miðar að svæðisbundinni þróun allt frá ströndum kafara í náttúrunni til afþreyingar og menntunar. Síðar meir má nýta GARDEN verkefnið til að bjóða gestum nýja nálgun í skynjun á náttúru jarðvangsins (http://www.geoparkea.com).

GARDEN – VEL METIN TILRAUNAKENNSLA

Eftir langa og stranga tilraunakennslu hittust þátttakendur GARDEN í Riga, Lettlandi, í febrúar 2013 til að ræða meginniðurstöður og endurgjöf sem þeir höfðu safnað frá meira en 200 einstaklingum. Tilraunaskeið GARDEN verkefnisins varaði frá júlí 2012 til febrúar 2013. Á því tímabili var kennsluefnið, yfir 70 verkefni (verkfæri) og kennsluleiðbeiningar, reynt á námskeiðum, í hópastarfi ungmenna og öðru námsumhverfi. Samanlagt sýna gögnin að um 120 nemendur á aldrinum 16 til 19 ára tóku þátt í verkefnunum. Það sem þeim líkaði best var hin hagnýta nálgun verkefnisins og verkefni sem fólu í sér leit á netinu, vinnu með myndir og aðra skapandi virkni. Þeim líkaði einnig vel við fjölbreytni verkefna og möguleika á annarri nálgun en nám leitt af kennara. Ungmennin líkaði vel að geta lært ýmsa leikni sem þeim fannst „vera öðruvísi“ og „vinna með öðru fólki til að finna góða samvinnu og bæta almenna þekkingu.“

Meginskýring þessa árangurs var að nota þjálfun á grunnleikni í verkefnum sem tengjast náttúrunni – eins og stjórnun almenningsgarða, vinnu í görðum eða skógum o.s.frv. – og sameina þannig ýmsar vinnu- og námsaðferðir sem rúma einnig sjálfskönnun og eigin hvatningu. Loks virðist verkefninu hafa tekist að hanna skýr og hagnýt vinnublöð sem nemendur gátu nýtt í verkefnum sínum utandyra. „Vinnublöðin voru vel skipulögð, fallega hönnuð, rétt tímasett, skýr og hagnýt.“ (Tilvitnun í einn nemenda)

(dæmi um innihald verkefnis)

Auk nemenda var um það bil sami fjöldi leiðbeinenda þátttakendur í tilraunakennslunni og voru sannarlega álíka hrifnir af verkefnunum. Þeir lýstu yfir miklum áhuga á að fá fljótlega í hendur lokaútgáfu verkefnanna á sínu tungumáli. Hin hagnýta nálgun og skýr uppsetning verkefnanna (nákvæm útlistun á námsárangri, útdráttur, framkvæmd skref-fyrir-skref og annað sem leiðbeinandi hefði áhuga á) voru mikils metin. Leiðbeinendunum fannst auðvelt að framkvæma verkefnin innan ramma annarra kennslugreina og að auki fannst þeim kennsluleiðbeiningarnar „mjög hnitmiðaðar og hjálplegar“, mjög ítarlegar og af miklum gæðum.

Með þessa reynslu í farteskinu munu þátttakendur verkefnisins ljúka við GARDEN bækistöðina, verkefnin og kennsluleiðbeiningarnar og bjóða efnið á þýsku, spænsku, lettnesku og íslensku fyrir áhugasama nemendur og leiðbeinendur.

BORGARGARÐYRKJA Í SÓKN Í VÍN

Hugtakið „borgarræktun“, vaxandi fyrirbæri síðustu árin, er í sókn í Austurríki og sérstaklega í Vín.  Borgin er þegar græn, með sínum mörgu görðum, göngustígum og svæðum í kringum Dóná og verður sífellt grænni. Ræktun matjurta í borg hefur fest sig í sessi í úthverfum borgarinnar síðustu árin m.a. í formi ræktunarskika fyrir almenning.  Í þessum görðum er ræktaður fjöldi plantna og grænmetistegunda og veita notendum sínum mikla ánægju, jafnvel að vetri til.  Spildur í þessum matjurtagörðum eru afar vinsælar.  Ursula Taborsky, Verein Gartenpolylog (umsjónarmaður garða), sagði til dæmis að um 26 spildur í borgargarðinum Arenbergpark hefðu verið yfir 180 umsækjendur.

Í miðborginni er matjurtaræktun borgarbúa minna þróuð.  Nýlega, og einmitt í tíma fyrir ræktunartímabilið 2013, tóku leiðbeinendur og höfundar GARDEN verkefnis frá BEST Institut für berufsbezogene Weiterbildung und Personaltraining GmbH eftir því að smá, græn svæði, sem voru áður ónotuð, voru undirbúin fyrir borgarræktun.  Þegar vetur hverfur á braut skjóta ný skilti upp kollinum: „Hér koma nýir félagsgarðar.“

BEST hefur nýtt sér þetta tækifæri til að hrinda í framkvæmd GARDEN námsferðarverkefnum utandyra.  Ungmennin nutu verkefnanna utandyra – auk þess að læra í náttúrulegu umhverfi, en þó innan þéttbýlis, fannst þeim verkefnin sérstaklega ýta undir samskiptahæfni þeirra.  Reynið sjálf: safnið að ykkur ungplöntum og virkið ykkar nánasta umhverfi!  Ef þú vilt taka þátt skaltu hafa samband við BEST.

Aðilar GARDEN verkefnisins hittast í Plymouth, Bretlandi

Þriðji fundur aðila GARDEN verkefnisins var haldinn í Plymouth, Bretlandi, dagana 10. – 11. sept. sl. Þá fengu aðilar aftur tækifæri til að hittast og deila reynslu og nýjum hugmyndum um verkefnið og jafnframt ræða hvernig best væri að tilraunakeyra námskeið og efni verkefnisins. Hópurinn fékk leiðsögn um Devonport Park, Plymouth, hjá Dennis Trewin, garðyrkjuráðunauti samtakanna Vinir Devonport Park (Friends of Devonport Park), sem sjá um garðinn. Leiðsögn Dennis var mjög fræðandi og gaf honum tækifæri til að útskýra þá vinnu sem hann og ungt starfsfólk hans, einkum atvinnuleitendur í starfsþjálfun, innir af hendi í garðinum. Næsta dag hittust aðilar verkefnisins aftur á fyrrum óðalssetrinu Mount Edgcumbe Country House, rétt utan við Plymouth, til að uppfæra upplýsingar um stöðu og framgang verkefnisins. Hópurinn fékk einnig tækifæri til að kynnast óðalssetrinu og sögufrægum garði þess. Jafnframt var farið yfir umhirðu garðsins og tengsl umhirðunnar við ýmsa þætti verkefnisins.

GARDEN VERKEFNIÐ - RÆKTAÐU MENNTUN ÞÍNA HITTIST Í BILBAO Á SPÁNI

Aðilar GARDEN verkefnisins hittust á vinnufundi í Bilbao á Spáni þ. 17. – 18. apríl sl. til að ræða vinnuskipulag og gerð verkfæra í GARDEN verkefninu: kennsluefni, sem nota á við þjálfun ungs fólks á sviði grunnfærni , til notkunar utandyra í verkum tengdum garðyrkju og náttúru. Aðilar munu skipta með sér verkum við þróun kennsluefnisins og er vonast til að fyrstu afurðir verði tilbúnar á næstu mánuðum. Aðilar verkefnisins fengu að kynnast ýmsum garðyrkju- og skógræktarverkum í spænska verkefninu ‘Environmental reforesting of Cerredo native forest (San Antón y Fuentelateja)’, sem er stutt af umhverfisdeild Castro Urdiales héraðs Baskalands (Department of Environment of Castro Urdiales Council). Í þessari kynnisferð fengu aðilar verkefnisins að kynnast hinum ýmsu hliðum þessa umhverfisverkefnisins og tóku beinan þátt í útplöntun í hliðum Cerredo fjallsins sem og umpottun í gróðurhúsi umhverfisdeildar Castro Urdiales héraðs.

 

GARDEN HEFUR UNDIRBÚIÐ JARÐVEGINN!

„Við höfum orðið fyrir dálitlum vonbrigðum upp á síðkastið með viðhorf lærlinga okkar gagnvart vinnuskyldum sínum; það virðist eins og að þeir séu ekki tilbúnir til leggja mikið á sig“, er dæmi um svar stjórnanda í Austurríki við spurningu um hæfni og færni sem þeim fannst vanta hjá ungu starfsfólki sínu. Eftir að hafa skoðað færnistöðu í GARDEN þátttökulöndunum getum við tekið saman eftirfarandi niðurstöður um þá grunnfærni sem verður farið yfir í kennslefni verkefnisins:

  • Samskipti – lestur, textaskrif, samræður við skjólstæðinga/viðskiptavini
  • Grunnfærni í tölum/raungreinum – samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, skilningur á prósentureikningi
  • Upplýsingatækni (UT) – nota algeng UT forrit til að skrifa, deila texta- og reikniskrám, fara á netið og netsamskipti,
  • Annað – frumkvöðlafræði, þjónusta og svipuð færni

Skóflustungan tekin! Við erum byrjuð!

Við vorum heppin með veður í byrjun janúar í Vín í Austurríki og gátum hafist handa við verkefnið “GARDEN – Ræktaðu menntun þína” sem byggir á virkni nemenda utandyra tengt garðyrkju og náttúru sem notuð eru sem myndlíking fyrir nýja námsnálgun og hvatningu fyrir ungt fólk sem hefur fallið úr námi, með slæma skólareynslu og/eða ófullnægjandi formlega menntun til að geta tekið þátt á vinnumarkaði.

Fulltrúar þáttakenda í GARDEN frá Austurríki, Þýskalandi, Íslandi, Lettlandi, Spáni og Bretlandi hittust í höfuðstöðvum BEST fullorðinsfræðslunnar í Vín 8. til 9. janúar (2012) til að taka þátt í upphafsfundi verkefnisins.

Við ræddum ítarlega um verkefnishugmyndina, vinnuáætlanir og hlutverk hvers þátttakenda í verkefninu sem og stjórnsýslu verkefnisins.  Með tengsl fullorðinsfræðslu við markmið verkefnisins í huga ræddi stýrihópurinn sérstaklega aðstæður ungs fólks án formlegrar skólagráðu en hafa metnað til að gera betur, nokkuð sem er erfitt fyrir marga einkum þá sem brotna skólagöngu.

Þrátt fyrir að verkefnishópurinn sé ennþá í miðri greiningarvinnu í því skyni að fá yfirsýn og góðan grunn fyrir frekari vinnu við aðalafurðir verkefnisins (þ.e. GARDEN kennsluleiðbeiningar, verkfærakistu og vefgrunn) þá höfum þegar ákveðið að fylgja EQF (European Qualification Framework) viðmiðarammanum við að skilgreina þekkingu (knowledge), leikni (skills) og færni (competences) þá sem nemendur GARDEN eiga að öðlast að lokinni þjálfun með fyrirhuguðu kennsluefni.  Kennsluefnið mun leggja áherslu á þá félags- og grunnfærni sem er nauðsynleg á vinnumarkaðnum.  Við höfum tekið saman í tenglasafni okkar grunnefni um EQF fyrir áhugasama lesendur og annað gagnlegt efni.  Lestu meira um framgang verkefnisins hér fljótlega.

Fréttabréf (Enska):

PR: 1, 2, 3, 4

Fréttabréf:1,2,3

Breyta um tungumál

Choose Language Deutsch English Español íslenska Latviešu valoda

Þetta verkefni (verkefnisnúmer 518294-LLP-1-2011-1-AT-GRUNDTVIG-GMP) hefur verið styrkt af framkvæmdanefnd Evrópusambandsins. Þessi vefur sýnir einungis viðhorf höfunda og framkvæmdanefndin ber ekki ábyrgð á notkun upplýsinga sem hér er að finna.

EU

Copyright © BEST Institut für berufsbezogene Weiterbildung und Personaltraining GmbH.

Data Protection